Hæ sit núna upp í háskóla og er að berja saman einu verkefni af þremur sem ég og hópurinn eigum að gera fyrir föstudag. Gengur þokkalega. Í dag uppgötvaði ég alveg ágætis danska hljómsveit Kashmir. Söngvarinn minnir stundum á söngvara Radiohead og það telst nú ekki slæmur kostur. Svo var ég að uppgötva aðra danska grúppu sem heitir Nephew sem er ansi góð og þar á meðal er lagið Superliga. Alveg ægilega skemmtilegt dót. Söngvari þessarar sveitar er einkum frægur fyrir að vera í gríntríóinu "Drengene fra Angora" sem flytja gamanmál einusinni í viku á Danska Rúvinu. Ansi skemmtilegt það sem ég hef séð en maður er nú ekki alveg að skilja allt grínið. Þar á meðal er alveg einstaklega skemmtilegt hjólreiðalið. Hjólreiðar eru mjög vinsælar hér í ríki hafmeyjunnar.
Jæja best að halda áfram.
Jæja best að halda áfram.
Ummæli
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
jólakveðja jón ólafur og fjölskylda
soffiak@simnet.is